LeitaVinsamlega sýnið biðlund
Vantar lýsingu
 Mitt safn

Landfræðileg staðsetning


HeitiKirkjuhurðarskrá

StaðurMælifellskirkja
ByggðaheitiFremribyggð
Sveitarfélag 1950Lýtingsstaðahreppur
Núv. sveitarfélagSveitarfélagið Skagafjörður
SýslaSkagafjarðarsýsla
LandÍsland

Nánari upplýsingar

Númer8861/1923-171
AðalskráMunur
UndirskráAlmenn munaskrá, Munasafn
Stærð30,3 cm
EfniJárn
TækniJárnsmíði

Lýsing

Kirkjuhurðarskrá frá Mælifelli: var fyrir kirkju þeirri er þar brann nýlega og hefur skráin spilst nokkuð af brunanum. Hún er öll úr járni og mjög laglega smíðuð, og skreytt nokkuð með laufskurði. Hún er með 2 hlaupjárnum, hefur verið negld innaná hurðina og mátti draga til járnin þeim megin með föstum hún, en utan frá með lykli: fylgir hann með,l. 18 cm., lauf kringlótt, þverm. 8,5, og kengur. Skráin er að l. 30,3, br. 15, mestöll, en aftast 20,8.  Sögð vera eftir Jón í Stafni í Svartárdal.

Þetta aðfang er í Þjóðminjasafni Íslands. Safnið varðveitir um 7 milljónir mynda, um 130 þúsund muni og rúmlega 26 þúsund færslur um þjóðhætti. Í húsasafni eru um 60 hús.

 

Áætlað er að um 80-90 % þessara aðfanga sé komin í stafrænan búning, mismunandi eftir tegundum. Einnig er skráningin mismunandi ítarleg og myndir bara við hluta gagnanna.


Birting gagna í Sarpi er á ábyrgð viðkomandi safns.

Verðskrá myndapantana